Litbolti /  Paintball

hopp small

Litbolti (Paintball) er skemmtilegur leikur fyrir alla og einstaklega fjörug leið til að byggja upp liðsheild og efla liðsandann. Litbolti er spilaður á stórum útivöllum og hópar vinna saman sem ein heild við að leysa auðveldar þrautir. Ærslagangur í litbolta í bland við einfalda keppni er hin fullkomna uppskrift að góðum degi. 

Í Skemmtigarðinum er boðið upp á leiki á fjórum mismunandi ævintýravöllum:
World War II
Frumskógarvöllurinn
Keflavöllurinn
Villta vestrið
Hópferð í litbolta er ferð sem enginn gleymir.

Myndband frá framhaldsskólamóti í Paintball, smellið hér

villtavestrid hasar small

skridreki small

Fyrirkomulag í Litbolta / Paintball


Hópstjórar taka á móti ykkar hópi, skipta honum upp í lið og setja upp þá leiki sem henta og óskað er eftir. Við höldum þétt utan um hópinn frá upphafi til enda.
 
Spilaðir eru leikir á borð við: 
Kill the Captain
, Enemy Flag
, Elimination, 
Rob the Bank
 og Treasure Hunt
.

Í litbolta reynir á rökhugsun, snögga ákvarðanatöku, traust, samvinnu og forystuhæfni til að ná settu marki. Í upphafi er farið yfir hvern leik og hann útskýrður fyrir leikmönnum. Spiluð eru nokkur mismunandi leikkerfi og leystar þrautir, t.d. að ná fána og koma honum upp á sem stystum tíma. 
Litbolti þykir henta vel sem hluti af hópefli fyrirtækja og hópa sem vinna saman að markmiðum undir öðrum kringumstæðum en á vinnustað.

Litboltarnir sem við notum eru úr sama efni og Gúmmíbirnir (samt ekki jafn bragðgóðir!)

Aldurstakmark

Gott að vita

Verð

Reglur

bullseye small

leyni small

sheriff small

villtavestrid small