587 4000

Joomfish System Plugin not enabled

Litbolti /  Paintball

hopp small

Litbolti  er skemmtilegur leikur fyrir alla og einstaklega fjörug leið til að efla liðsandann. Litbolti er spilaður á stórum útivöllum og leikmenn vinna saman sem ein heild við að ná flaggi andstæðingana eða leysa aðrar þrautir. Ærslagangur í bland við einfalda keppni er hin fullkomna uppskrift að góðum degi. 

Í Skemmtigarðinum er boðið upp á leiki á þremur mismunandi völlum:
Píramýdavöllur
Keflavöllur
Villta vestrið
Hópferð í litbolta er ferð sem enginn gleymir.

Myndband frá framhaldsskólamóti í Paintball, smellið hér

villtavestrid hasar small

skridreki small


Hópstjórar taka á móti ykkur, skipta ykkur upp í lið og setja upp þá leiki sem henta hverjum hóp. Við höldum utan um hópinn frá upphafi til enda.
 
Spilaðir eru leikir á borð við: 
Kill the Captain
, Enemy Flag
, Elimination, 
Rob the Bank
 og Treasure Hunt
.

Í litbolta reynir á rökhugsun,  ákvarðanatöku, samvinnu og forystuhæfni til að ná settu marki í hverjum leik fyrir sig. Í upphafi er farið yfir hvern leik og hann útskýrður fyrir leikmönnum. 
Litbolti þykir henta einstaklega vel sem hluti af hópefli fyrirtækja og hópa.

Litboltarnir sem við notum eru úr sama efni og Gúmmíbirnir (samt ekki jafn bragðgóðir!)

 

Það er lágmark 10 manns í Paintball 

 

Senda okkur fyrirspurn á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Aldurstakmark

Gott að vita

Verð

Reglur

bullseye small

leyni small

sheriff small

villtavestrid small