Velkomin í SkemmtigarðinnSkemmtigarðurinn býður fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Fótboltagolf, minigolf, afmælisveislur, úti-lasertag, litbolti, hópefli, Archery tag, fjölskyldudagar fyrirtækja og grillveislur á sveitabarnum eru vinsælustu vörur Skemmtigarðsins.
Svo komum við hvert á land sem er með skemmtunina til þín, ferðalasertag, hópefli, ratleiki ofl. þar sem við sníðum skemmtunina að ykkar þörfum. Sjáumst hress og kát! |
Allt sem er í boði
Fjörefli ehf/Skemmtigarðurinn hefur frá árinu 2000 boðið hinum ýmsu hópum upp á hópefli, hvataferðir, paintball, lasertag og fleiri spennandi afþreyingu. Skemmtigarðurinn Grafarvogi býður nú upp á fjölbreytta afþreyingu á nýju svæði í gufunesi þar sem aðaláhersla er lögð á hópefli, útivist og skemmtun.
Afþreyingar OkkarSkemmtigarðurinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Fótboltagolf, minigolf, afmælisveislur, úti lasertag, paintball, hópefli, fjölskyldudagar fyrirtækja, archery tag, þrautaleiki, ratleiki og grillveislur á sveitabarnum.
Við förum hvert á land sem er með skemmtunina til þín, ferðalasertag, hópefli, ratleiki ofl. þar sem við sníðum skemmtunina að ykkar þörfum. Nánari upplýsingar um afþreyingu eru hér neðar á síðunni og þar er hægt að panta og greiða. |
Barnaafmæli
Leyfðu okkur að skipuleggja og halda afmælið.
Það er algjör lúxus að láta starfsfólkið okkar sjá um allt utanumhald meðan þú sest niður með kaffibolla og slakar á. Foreldrum er frjálst að mæta með afmælisskraut og afmælisköku í öll afmæli og að sjálfsögðu fá foreldrar að spila frítt með ef þeir vilja. Tvær sneiðar af pizzu og gos eða djús fylgja öllum afmælisveislunum okkar. |
Ferða Skemmtigarðurinn Skemmtigarðurinn er fjölbreyttur, við erum með afþreyingar sem eru bæði í boði í Skemmtigarðinum sjálfum og svo út um allt land.
Við erum með afþreyingar sem við getum komið með til ykkar á skrifstofuna, lagerinn, út í garð, útihátíðir eða sumar skemmtanir. |
Fjölskyldudagur fyrirtækjaLeigðu heilan Skemmtigarð fyrir fyrirtækið þitt!
Við tökum að okkur að skipuleggja fjölskyldudaga fyrirtækja. Boðið er upp á skemmtun fyrir börnin, unglingana og fullorðna fólkið – fjölbreytt fjör við allra hæfi. |
Um okkurFrá Gullinbrú er keyrt beina leið u.þ.b. 1 km og þá blasir við stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd.
Bílastæði fyrir minigolf taka á móti ykkur beint við innganginn. Bílastæði fyrir litbolta, lasertag og hópefli eru 50 metrum innar á svæðinu. Skrifstofa Fjöreflis ehf (sem á Skemmtigarðinn í Grafarvogi) er í 112 Reykjavík. |