Afþreying

Fjölbreytt afþreying á frábæru svæði!

Skemmtigarðurinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Fótboltagolf, minigolf, afmælisveislur, úti-lasertag, litbolti, hópefli, frisbígolf, fjölskyludagar fyrirtækja og grillveislur á sveitabarnum eru vinsælustu vörur Skemmtigarðsins. Svo komum við hvert á land sem er með skemmtunina til þín, ferðalasertag, hópefli, ratleiki ofl. þar sem við sníðum skemmtunina að ykkar þörfum.

Nánari upplýsingar um vörur okkar eru hér neðar á síðunni og þar er hægt að panta bæði afþreyingu og mat. Einnig má gjarnan senda okkur tölvupóst á netfangið info@skemmtigardur.is eða hringja í síma 587-4000 á milli kl 9 og 17 alla virka daga.

HVAR ERUM VIÐ?

Frá Gullinbrú er keyrt beina leið u.þ.b. 1,5 km og þá blasir við stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd. Bílastæði fyrir minigolf og fótboltagolf taka á móti ykkur beint innan við hliðið og bílastæði fyrir litbolta, lasertag, veislusal og hópefli eru 50 metrum innar á svæðinu.

Sjáumst hress og kát! 🙂