Skemmtigarðinum í Grafarvogi heldur skemmtilegt sumar og leikjanámskeið í sumar, þar sem börnin dvelja úti í náttúrunni þar sem við leikum okkur í þeim vinsælu afþreyingum sem Skemmtigarðurinn hefur séð um síðustu ár. Þar má nefna minigolf, fótboltagolf, hópeflisleikir, lasertag, bogfimi, spjaldtölvuleikir, frísbígolf og margt fleira.
Hver dagur er byggður upp að við leikum okkur saman í margskonar fjöri, borðum nesti í hádeginu og endum daginn aftur á leik Síðasta daginn verður uppskeruhátíð þar sem grillaðar verða pylsur, safi og búið til candyfloss.
Hvert námskeið eru 5 dagar í senn og verða nokkur námskeið í sumar Námskeiðið er fyrir 6-11 ára og byrjar kl 09:00
6-11 ára námskeiðið er frá 09:00 - 13:00
Starfsmenn verða á svæðinu 30 mín eftir að námskeiði lýkur.
Júní: 1. námskeið: 8. - 12. Júní - (Búið að bæta við námskeiðið kl 14:00) 2. námskeið: 15. - 19. Júní (17. júní fellur niður) 3. námskeið: 22. - 26. Júní (Búið að bæta við námskeiðið kl 14:00) 4. námskeið: 29.Júní - 3 Júlí
Júlí: 5. námskeið: 6. - 10. Júlí 6. námskeið: 20.-24.Júlí Ágúst: 7. námskeið: 10. - 15. Ágúst 8. námskeið: 17.-21. Ágúst 9. námskeið: 31. ágúst - 4. sept *takmarkað pláss í boði Verð: 17.500 kr á hvert barn Innifalið í verðinu er matur síðasta daginn. Það sem börnin þurfa að taka með sér: Útiföt eftir veðri og góða skó. Nesti fyrir 4 daga - á föstudeginum verða grillaðar pylsur.
Skilmálar:
Ef lágmarksþátttaka næst ekki 4 dögum fyrir námskeið þá áskilur Skemmtigarðurinn sér rétt að fella niður námskeiðið og þátttökugjald endurgreitt.
Ef hámarksþátttöku er náð þá er hægt að skrá börnin á biðlista með því að senda póst á info@skemmtigardur.is
Skemmtigarðurinn Grafarvogi áskilur sér rétt til notkunar á myndum af börnunum meðan námskeiðinu stendur. Myndbirtingar eru í samræmi við lög og reglur persónuverndar.