Leikjanámskeið fyrir 6-13 ára í Reykjanesbæ Skemmtigarðurinn heldur skemmtilegt sumar og leikjanámskeið í Reykjanesbæ í sumar.
Námskeiðið er haldið í Reykjanesbæ (nákvæm staðsetning tilkynnt síðar) Í námskeiðinu erum við að dvelja úti þar sem við leikum okkur í þeim vinsælu afþreyingum sem Skemmtigarðurinn hefur boðið upp á síðustu ár. Þar má nefna Hópeflisleikir, lasertag, bogfimi, spjaldtölvuleikir, frísbígolf, klessuboltar og margt fleira. Hver dagur er byggður upp að við leikum okkur saman í margskonar fjöri, borðum nesti í hádeginu og endum daginn aftur í leik. Síðasta daginn verður uppskeruhátíð þar sem grillaðar verða pylsur og búið til candyfloss. Hvert námskeið eru 5 dagar í senn og verða nokkur námskeið í sumar Námskeiðið er tvískipt:
6-9 ára námskeiðið er frá 09:00 - 13:00 10-13 ára námskeiðið er frá 10:00 - 14:00 Starfsmenn verða á svæðinu 30 mín eftir að námskeiði lýkur. Júní: 1. námskeið: 14. - 18. Júní (17. júní fellur niður) 2. námskeið: 21. - 25. Júní 3. námskeið: 28. - 2. Júlí - Skráning opnar seinna í sumar Júlí: 4. námskeið: 5. - 9. Júlí 5. námskeið: 12.-16.Júlí 6. námskeið: 19.-23.Júlí - Skráning opnar seinna í sumar 7. námskeið: 26.- 30 Júlí - Skráning opnar seinna í sumar Ágúst: Kemur inn seinna í sumar *takmarkað pláss í boði Verð: 18.500 kr á hvert barn ATH - Hægt er að fá niðurgreiðslu á námskeiðinu með Hvatagreiðslum frá Reykjanesbæ. Greiða þarf þá fyrir námskeiðið og afhenda kvittun á skrifstofu Reykjanesbæjar. Innifalið í námskeiðinu:
Það sem börnin þurfa að taka með sér:
Skilmálar:
|
Skráðu barnið þitt hér
Loading...