Paintball

Paintball

Hópferð í litbolta er ferð sem enginn gleymir

Í Skemmtigarðinum er boðið upp á leiki á þremur mismunandi völlum:

  • Píramýdavöllur
  • Keflavöllur
  • Villta vestrið

Vinsamlegast hafið því persónuskilríki tiltæk við komu og skriflegt leyfi forráðamanna ef þið eruð undir 18 ára aldri.

Helstu upplýsingar:

Allir þátttakendur fá:

    • Hlífðarhettu og hanska
    • Hlífðargalla
    • Hlífðargrímur

Nauðsynlegt er að koma í góðum útiskóm.
Klæðið ykkur eftir veðri.

Verð:

Athugið að lágmarksgreiðsla fyrir hóp miðast við 10 þátttakendur (69.900). Velkomið að koma færri, en þarf þá að greiða fyrir 10.

Séu þátttakendur fleiri en 20 skal hafa samband á netfangið info@skemmtigardur.is eða í síma 587-4000

Loading…

Fyrsta ráðið er að vera alltaf með grímuna á sér, hvað sem á dynur. Litboltarnir skjótast úr hlaupinu á miklum hraða og geta valdið alvarlegum skaða ef þeir lenda í augum leikmanna.

Fátt er verra en að verða kúlulaus á vellinum. Vertu alltaf með nóg af kúlum á þér meðan leikur stendur yfir. Notaðu pásurnar til að bæta við þig aukaskotum.

Spilið leikinn sem lið en ekki sem einstaklingar, ekki reyna að sigra allt hitt liðið upp á þitt einsdæmi.

Fyrir leiki er best að skipuleggja hverjir eiga að sækja og hverjir eiga að verjast.

Reyndu að láta hitt liðið ekki vita hvar þú ert staðsettur á vellinum.

Reyndu að staðsetja andstæðingana inni á vellinum ef þeir eru að kalla sín á milli – þannig ertu skrefi á undan þeim.

Reyndu að fela allt sem glansar eða er áberandi, sérstaklega ef sólin skín.

Vertu ósýnileg/ur, líka þegar þú ert að skjóta á andstæðinginn.

Best er að sækja fram með því að skjóta hratt á andstæðinginn þannig að hann geti ekki staðið á fætur og svarað skothríðinni.

Hreyfðu þig oft og stutt í einu og vertu sem mest í skjóli.

Ekki láta hræðsluna ná tökum á þér. Þú verður að vera á varðbergi, tilbúin/nn, varkár, sniðug/ur, skapandi og óttalaus.
Ef þú hikar eða lætur hræðsluna ná tökum á þér muntu tapa leiknum.

Það lið sem spilar sem ein heild í leiknum og hefur góð samskipti sín á milli mun standa uppi sem sigurvegari.

Reglur í paintball

•    Leikmenn verða alltaf að bera hlífðargrímur inni á leikvellinum
•    Ekki má skjóta á leikmann sem ber ekki hlífðargrímu á leikvellinum.
•    Ekki má skjóta andstæðinginn viljandi fyrir ofan hálsmál.
•    Merkibyssurnar skulu vera í þar til gerðum upphengjum á hvíldarsvæði.
•    Engin líkamleg snerting er leyfileg.
•    Alltaf skal hlusta á og fara eftir tilmælum leiðbeinanda (Marshall).
•    Aldrei skal setja aðra hluti en þá sem eru til þess gerðir í merkibyssurnar.
•    Hafið samband við leiðbeinanda ef móða myndast í hlífðargrímum og hann mun aðstoða ykkur. Aldrei má að taka af sér grímuna nema að beiðni leiðbeinanda.
•    Áfengi og önnur vímuefni eru stranglega bönnuð á leiksvæðinu.

Leikreglur

•    Í byrjun leiks færðu litað armband. Ekki má skipta um armband nema að beiðni leiðbeinanda.
•    Armböndin eiga að vera vel sjáanleg og staðsett á upphandlegg leikmanns.
•    Leikmaður er úr leik ef hann merkist einhvers staðar á líkama eða búnaði. Leikmaður er einungis úr leik ef litboltinn springur og litar viðkomandi með litarefni.
•    Leikmaður er enn með í leik ef hann er skotfæralaus eða ef bilunar gætir í tækjabúnaði. Það er á ábyrgð leikmannsins að finna leiðbeinanda án þess að verða merktur. Einu skiptin sem ekki má skjóta á leikmann er þegar meiðsli koma upp eða þegar leikmaður þarf hjálp vegna andlitsgrímu.
•    Leiðbeinandi dæmir um það hvort annað liðið hefur náð sigri.
•    Leikmaður sem nær flaggi andstæðingsins má ekki afhenda það öðrum leikmanni.
•    Leikmenn þurfa að vera á sínum stað þar til leiðbeinandi gefur merki um að leikur sé hafinn.
•    Ekki skal nota móðgandi eða neikvætt orðalag á leikvellinum. Leikmenn skulu spila heiðarlega og sýna íþróttamannslega framkomu í hvívetna.
•    Reykingar eru bannaðar á leikvellinum.
•    Leikmenn sem brjóta leikreglur eða hegða sér óskynsamlega þurfa að yfirgefa leiksvæðið.

Leikurinn er ekki heimilaður fyrir leikmenn yngri en 15 ára. Ungmenni 15-17 ára mega spila með skriflegu leyfi forráðamanna. Í 4. gr reglna um litmerkibyssur undir vopnalöggjöf frá Dómsmálaráðuneytinu segir: „Fyrir þátttöku í litboltaleik skulu ungmenni undir 18 ára aldri hafa skriflegt samþykki forráðamanns. Óheimilt er að afhenda barni undir 15 ára aldri litmerkibyssu.“
Vinsamlegast hafið því persónuskilríki tiltæk við komu og skriflegt leyfi forráðamanna ef þið eruð undir 18 ára aldri.

Ég (nafn og kt foreldris/forráðamanns)__________________________________________

leyfi hér með (nafn og kt. barns) ______________________________________________

að spila Litbolta þann (dagsetning)_____________________ á mína ábyrgð enda hef ég kynnt mér spilareglur Fjöreflis ehf.

Undirritað:

_____________________
(nafn foreldris/forráðamanns)

Ath. Það er í lagi að handskrifa leyfið.

Smelltu hér til að sækja leyfisbréf sem PDF.