Skilmálar

Skilmálar vefverslunar Skemmtigarðsins

Upplýsingar á vefversluninni eru birtar með fyrirvara um prentvillur eða innsláttarvilllur. Öll uppgefin verð eru með virðisaukaskatti.

Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með Visa og Mastercard kreditkortum í gegnum Korta greiðsluþjónustu og Netgíró. Hægt er að hafa samband við okkur á info@skemmtigardur.is eða í síma 587-4000 sé ósk um að greiða á staðnum eða með millifærslu.

Greiðslufrestur 
Sé pöntun ekki greidd innan viku áskiljum við okkur rétt til þess að líta á það sem afpöntun. Við hvetjum þó alla til þess að hafa samband ef gleymst hefur að greiða eða af einhverjum ástæðum það hefur ekki tekist.

Afgreiðslutími og sendingartími gjafakorta
Afgreiðslutími á gjafakortum sem keypt eru í netverslun eru 1-3 virkir dagar. Við sendum yfirleitt gjafakort af stað innan 24 tíma berist pöntun á virkum degi eftir að greiðsla hefur borist okkur. Sendingartími er háður afgreiðslutíma Póstsins og leggst sendingartími við afgreiðslutímann. Sendingartími er yfirleitt 1-2 dagar. Við pöntun gjafakorta er hægt að velja um að sækja kortið, fá sent, eða senda á viðtakanda. Póstburðargjald bætist við ef sending er valin. Gildistími gjafakorta í Skemmtigarðinn er eitt ár frá útgáfu.

Breyting á tíma, afpöntun og endurgreiðsla
Þurfi að breyta tíma á afþreyingu hjá Skemmtigarðinum, vinsamlegast hafið samband við okkur á info@skemmtigardur.is eða í síma 587-4000.  Þurfi að afpanta afþreyingu hjá Skemmtigarðinum, er möguleiki á endurgreiðslu sé a.m.k. tveggja daga fyrirvari.

Öryggisskilmálar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Pantanir
Allar pantanir og upplýsingar um notendur eru varðveittar á öruggan hátt af hýsingaraðila heimasíðunnar, 23 auglýsingastofu. Ef þú lendir í vandræðum í pöntunarferlinu eða vantar nánari upplýsingar þá sendu okkur póst á info@skemmtigardur.is

Athugið að um netverslun gilda lög um rafræn viðskipti, sjá lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002, og lög um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000.